Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna 2020 fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í hádeginu í dag, 29. maí. Hjólað í vinnuna er því formlega lokið í ár.Sjá nánar28. 05 2020
Þá eru úrslitin kominn inn á heimasíðu Hjólað í vinnuna og við þökkum ykkur fyrir frábæra keppni í ár.
Við minnum á verðlaunaafhenguna á morgun kl. 12:10 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, E-sal
Sjá nánar27. 05 2020
Síðasti keppnisdagur Hjólað í vinnuna fer fram í dag, þriðjudaginn 26.maí. Hægt er að skrá ferðir fyrir daginn í dag fram til miðnættis. Lokað verður fyrir allar skráningar kl. 12:00 á morgun, miðvikudaginn 27. maí.Sjá nánar25. 05 2020
Á morgun, þriðjudag, er síðasti keppnisdagur Hjólað í vinnuna 2020. Við hvetjum alla til að klára keppnina með stæl en ekki síður að tileinka sér umhverfisvænan og hagkvæman ferðamáta áfram þó Hjólað í vinnuna átakinu sé að ljúka.
Munið að það má skrá ferðir farnar á tímabilinu 6. - 26. maí fram að hádegi þann 27. maí.Sjá nánar20. 05 2020
Íþrótta- og Ólympíusambandinu minnir á að heilsuátakið Hjólað í vinnuna er enn þá í fullum gangi. Það er tæp vika eftir af átakinu og alls ekki of seint að vera með. Nú er um að gera að hvetja alla starfsmenn til að skrá sig til leiks og vera duglega að velja virkan ferðamáta til og frá vinnu. Hægt er að skrá ferðirnar sínar frá byrjun, eða frá 6. maí. Það er dásamlegt hjóla- og/eða gönguveður þessa dagana og því ekkert því til fyrirstöðu að velja virkan ferðamáta til og frá vinnu.Sjá nánar19. 05 2020
Nú er vika eftir af Hjólað í vinnuna átakinu og skemmtilegt að fylgjast með því hversu margir vinnustaðir eru að standa sig vel. Þátttakan er mjög góð í ár og mikil samkeppni milli vinnustaða. Áhugasamir geta skoðað stöðun á heimasíðu Hjólað í vinnuna undir "Staðan"Sjá nánar18. 05 2020
Hjólað í vinnuna er nú í fullum gangi, en keppninni lýkur þann 26. maí. Vert er að benda á að hjólaðar vegalengdir til og frá vinnu er ekki eingöngu það sem má skrá í keppninni heldur telst allur virkur ferðamáti með, eins og ganga, hlaup, hjólabretti, línuskautar og strætó. Ef fólk er samferða á bíl eða tekur strætó, þá eru skráðir þeir km sem fólk gengur. Þátttakendum Hjólað í vinnuna er bent á að hægt er að nota Strava til að halda utan um sínar ferðir og vegalengdir og hlaða upplýsingunum beint inn í skráningarkerfiðSjá nánar13. 05 2020
Auðunn Gunnar Eiríksson sem heldur úti hlaðvarpsþættinum Þríhjólinu, kom í vikunni og settist niður með Hrönn Guðmundsdóttur, Sviðsstjóra almenningsíþróttasviðs ÍSÍ til að ræða um hvatningar- og átaksverkefnið Hjólað í vinnunaSjá nánar11. 05 2020
Hjólað í vinnuna fer fram dagana 6. - 26. maí. Yfir 5000 þátttakendur eru skráðir til leiks og enn er hægt að skrá sig og alla hreyfingu aftur í tímann.Sjá nánar07. 05 2020
Það er gaman að finna hversu margir láta sig heilsu- og hvatningaverkefnið Hjólað í vinnuna varða.
Við heyrðum það glögglega í gær á setningu Hjólað í vinnuna hvað svona verkefni hefur mikið að segja fyrir þjóðfélagið.Sjá nánar06. 05 2020
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ræsti Hjólað í vinnuna með hátíðlegum hætti í morgun í Þróttaraheimilinu í Laugardal. Setningarhátíðin var einungis opin boðsgestum og á dagskrá voru hressileg hvatningarávörp ásamt uppistandi Jóhanns Alfreðs Kristjánssonar sem sló rækilega í gegn. Sjá nánar30. 04 2020
Hjólað í vinnuna verður sett miðvikudaginn 6. maí nk. kl. 8:30 í Þróttaraheimilinu í Laugardal. Vegna fjöldatakmarkana er setningarhátíð verkefnisins í ár aðeins fyrir boðsgesti en verður send út LIVE á Facebook síðu Hjólað í vinnuna í staðinn.Sjá nánar29. 04 2020
Opnað hefur verið fyrir skráningu í Hjólað í vinnuna 2020.
Keppnin hefst 6. maí nk. og stendur yfir til 26. maí. Liðsmenn og liðsstjórar geta því hafið skráningar á sér og sínum liðum núna!
Hægt er að skrá sig allan tímann á meðan verkefnið stendur yfir.
Sjá nánar18. 04 2020
Reglurnar hafa í rauninni ekkert breyst við, aðlögum bara keppnina að aðstæðum þetta árið.Ef fólk er að vinna að heiman þá er útfærslan einföld. Fólk gengur, hjólar eða ferðast með virkum hætti þá vegalengd sem samsvarar vegalengd til og frá vinnu og skráir þá kílómetra inn í kerfið. Hægt er að byrja eða enda vinnudaginn á því að ganga eða hjóla "til og frá vinnu".
Sjá nánar15. 04 2020
Verkefnið Hjólað í vinnuna fer fram 6.-26. maí nk. Opnað verður fyrir skráningar 22. apríl og hægt er að skrá sig allan tímann á meðan keppni stendur yfir eða fram til 26. maí.
Sjá nánar23. 03 2020
Ísland á iði í 28 daga - 30 mínútur á dag er síða þar sem við munum setja inn áskoranir á fjölbreytta hreyfingu, fróðleik, myndir, myndbönd og almenna skemmtun sem mun nýtast okkur öllum þær vikur sem samkomubannið er við líði og skipulagt íþróttastarf liggur niðriSjá nánar12. 03 2020
Ertu heima í sóttkví eða treystir þér ekki til að fara í ræktina þessa dagana, þá eru heimaæfingar málið ásamt góðum göngutúrum. Lífshlaupið er í gangi allan ársins hring og engin ástæða að sleppa því að hreyfa sig. Nema þú sért lasinn!Sjá nánar