Það má skrá allan virkan ferðamáta

18. maí 2020Hjólað í vinnuna er nú í fullum gangi, en keppninni lýkur þann 26. maí. Vert er að benda á að hjólaðar vegalengdir til og frá vinnu er ekki eingöngu það sem má skrá í keppninni heldur telst allur virkur ferðamáti með, eins og ganga, hlaup, hjólabretti, línuskautar og strætó. Ef fólk er samferða á bíl eða tekur strætó, þá eru skráðir þeir km sem fólk gengur. Þátttakendum Hjólað í vinnuna er bent á að hægt er að nota Strava til að halda utan um sínar ferðir og vegalengdir og hlaða upplýsingunum beint inn í skráningarkerfið. Það má ennþá skrá sig á www.hjoladivinnuna.is