Fréttir
Viðburðir
Leikir
Myndaleikur
Taktu þátt í myndaleik Hjólað í vinnuna 2022 og þú gætir fengið hjólahjálm frá Reiðhjólaversluninni Erninum. Hægt er að senda inn myndir með #hjoladivinnuna á Instagram, á Facebook og undir myndir, myndbönd
eða reynslusögur.
Tveir heppnir myndasmiðir verða dregnir út ásamt því að besta myndin verður verðlaunuð og fá vinningshafar hjólahjálm frá Erninum.
Tilkynnt er um vinningshafana á Rás 2Skráningarleikur
Allir sem skrá sig til leiks í Hjólað í vinnuna 2022 eiga möguleika á að vera dregnir út í skráningarleiknum.Dregið er úr skráðum einstaklingum alla virka daga í þættinum Morgunverkin á Rás 2 og gefur Reiðhjólaverslunin ÖrninnLiðsstjóraleikur
Allir þeir sem skrá sig til leiks og eru liðsstjórar í sínu liði eiga möguleika á að vera dregnir út í liðsstjóraleik Hjólað í vinnuna 2022.
10 heppnir liðsstjórar verða dregnir út í lok keppni og gefur Reiðhjólaverslunin Örninn liðsstjórunum veglegar reiðhjólapumpur.Hjólað í vinnuna
Hjólað í vinnuna 2022 hefst miðvikudaginn 4. maí og stendur til þriðjudagsins 24. maí.
Nánari upplýsingar um fyrirkomulag keppninnar og skráningarleiðbeiningar má nálgast í valstikunni hér efst á síðunni.
Setningarhátíð
Við hvetjum alla sem hafa tök á að hjóla við á setningarhátíð Hjólað í vinnuna 2022 sem verður miðvikudaginn 4. maí klukkan 8:30 í veitingasölu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.
Reiknivél Orkusetursins
Reiknivél Orkusetursins reiknar út hve mikið sparast hjóli/gangi maður í vinnuna. Með því að fylla inn réttar upplýsingar fást tölur um orkusparnað, peningasparnað og hitaeiningabruna.
Þú kemst inn á reiknivélina hér