• Liðsstjóraleikur

  Allir þeir sem skrá lið til leiks og eru liðsstjórar í sínu liði eiga möguleika á því að vera dregnir út í liðsstjóraleik Hjólað í vinnuna 2018.

  10 liðsstjórar verða dregnir út og hljóta þeir veglega hraðamæla að gjöf frá Reiðhjólaversluninni Erninum.

 • Skráningarleikur

  Allir þeir sem skrá sig til leiks í Hjólað í vinnuna eiga möguleika á að vera dregnir út. Dregið er úr skráðum keppendum alla virka daga á Bylgjunni og hljóta þeir verkfærasett og tösku undir það í verðlaun frá Reiðhjólaversluninni Erninum.

  Þann 22. maí er síðan dregið út glæsilegt reiðhjól frá Reiðhjólaversluninni Erninum að verðmæti 100.000 kr.

  Skráðu þig til leiks og vertu með í pottinum.