Íþrótta- og Ólympíusambandi kynnir með ánægju og gleði nýjan vef fyrir heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna. Nýi vefurinn hefur verið í undirbúning síðan Hjólað í vinnuna 2012 lauk. Þökkum við starfsfólki Advania kærlega fyrir samstarfið.
Vonum við að nýi vefurinn komi til með að virka vel og hvetja enn fleiri aðila til að skrá sig til leiks og vera með okkur í fjörinu í ár. Við tökum einnig við öllum ábendingum og það sem má betur fara á netfangið jona@isi.is.Sjá nánar11. 04 2013
Hvatningarleikur ÍSÍ og Rásar 2 hefst fimmtudaginn 2. maí í Popplandi á Rás 2. Á hverjum virkum degi frá 2. maí til 7. maí er dregið úr skráðum liðum en eftir 8. maí er dregið úr þeim liðum sem senda inn myndir eða reynslusögur. Í verðlaun eru viðgerðarsett, vantsflöskur og dekkjaþræla fyrir allt liðið frá Hjólreiðaversluninni Erninum.Sjá nánar11. 04 2013
Nú geta allir liðsmenn liðsins skráð sig sjálfir inn á vefinn og haldið utan um sinn árangur. Við vekjum athygli á því að hægt er að skrá sig inn á vefinn í gegnum Fésbókina.
Sjá nánar11. 04 2013
Þar sem allar upplýsingar um vinnustaði, lið og þátttakendur eru hreinsaðar úr kerfinu á milli ára þurfa allir að fara í nýskráningu sem er hér fyrir ofan í hægra horninu.
Sjá nánar11. 04 2013
Undir hnappnum „Gott að vita“ er að finna efni sem hægt er prenta út t.d. skráningarblað sem hægt er að hengja upp á kaffistofunni og hvatningarbréf þar sem er að finna grunnupplýsingar um verkefnið.Sjá nánar11. 04 2013
Skráning er hafin í Hjólað í vinnuna sem hefst 8. maí næstkomandi. Þátttakendur eru hvattir til þess að kynna sér vel reglur Hjólað í vinnuna með því að smella á „Gott að vita“ hér fyrir ofan. Sjá nánar