Vinningshafi í myndaleik

22. maí 2019

Björn Jakob Tryggvason hjá Arion banka var svo heppinn að vera dreginn út í myndaleik Hjólað í vinnuna. Hann sendi þessa skemmtilegu mynd í gegnum heimasíðu Hjólað í vinnuna og fær glæsilegan hjálm frá Nutcase á Íslandi í vinning.

Til að taka þátt í myndaleik hjólað í vinnuna þarftu ekki að gera annað en að senda okkur mynd í gegnum Facebook síðuna eða heimasíðu Hjólað í vinnuna, eða með því að nota myllumerkið #hjoladivinnuna.

Það á eftir að draga út einu sinni enn og svo verður besta myndin valin í lok átaksins!