Setningarhátíð Hjólað í vinnuna 2019

03. maí 2019

Miðvikudaginn 8. maí hefst Hjólað í vinnuna. Allir eru velkomnir að koma á setningarhátíð Hjólað í vinnuna sem fer fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum kl 8:30, þiggja bakkelsi og hlusta á stutt og hressileg ávörp: 

Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur
Alma Dagbjört Möller, landlæknir
Gyða Sól

Að ávörpunum loknum munu gestir og þátttakendur hjóla átakið formlega af stað.

Við minnum á að á meðan á átakinu stendur verður skráningarleikur þar sem allir þátttakendur eiga möguleika á að vera dregnir út á Rás 2 alla virka daga. Hjólreiðaverslunin Örninn gefur glæsilega vinninga og þann 28. maí er dregið út glæsilegt reiðhjól að verðmæti 100.000kr. Þá verður í gangi myndaleikur á Instagram, Facebook og á heimasíðunni þar sem myndasmiðir sem merkja myndina með #hjoladivinnuna geta unnið flotta hjálma frá Nutcase á Íslandi.

Allar upplýsingar um verkefnið er að finna á www.hjoladivinnuna.is en þar má einnig finna efni til að dreifa á vinnustöðum, svo sem reglur keppninnar, hvatningarbréf, veggspjöld og fleira.