Virkur ferðamáti og fjöldi daga

21. maí 2025Í keppninni í ár getur hver þátttakandi skráð að hámarki 15 daga, það geta verið hvaða fimmtán dagar sem er innan tímabilsins 7. – 27. maí.

Vert er að benda á að hjólaðar vegalengdir til og frá vinnu er ekki eingöngu það sem má skrá í keppninni heldur telst allur virkur ferðamáti til og frá vinnu með, eins og ganga, hlaup, hjólabretti, línuskautar og strætó, rafhlaupahjól og rafskutlur Ef fólk er samferða á bíl eða tekur strætó þá eru skráðir þeir km sem fólk gengur.
 
Hægt er að nota Strava til að halda utan um sínar ferðir og vegalengdir og hlaða upplýsingunum beint inn í skráningarkerfið.

Það má skrá sig til leiks allan tímann á meðan keppnin stendur yfir á www.hjoladivinnuna.is

Mynd. Helgi Baldvinsson, COWI