Opnað hefur verið fyrir skráningu í Hjólað í vinnuna 2025.

16. apríl 2025

Keppnin hefst 7. maí og stendur yfir til 27. maí!
Liðsstjórar og liðsmenn geta hafið skráningu strax – og hægt er að skrá sig allan tímann á meðan verkefnið stendur yfir.

Hjólað í vinnuna snýst fyrst og fremst um að hvetja til virks ferðamáta og daglegrar hreyfingar. Markmiðið er að fá sem flesta með – þar skiptir ekki máli hversu langt þú ferð, heldur hversu oft þú tekur þátt. Skráningar í ferðir vega því þyngra en kílómetrar!

Fyrir þá sem vilja mæla vegalengdina og keppa í kílómetrum er sérstök kílómetrakeppni í boði.

Vinnur þú heiman frá- engin fyrirstaða! Þátttakendur eru hvattir til að hefja og ljúka vinnudeginum með því að hjóla eða ganga sambærilega vegalengd og þeir myndu annars ferðast til vinnu – frábær leið til að hreyfa sig og halda rútínu.

Hér eru leiðbeiningar varðandi skráningu íslensku og hér eru reglur á ensku.