Úrslit og verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna 2024

30. maí 2024Þá liggja úrslitin fyrir.

Vinningshafar í fyrstu 3 sætunum eru sérstaklega hvattir til að mæta en hægt er skoða úrslitin hér á heimasíðu Hjólað í vinnuna

Staðfest úrslit um flesta þátttökudaga má sjá hér

Staðfest úrslit í kílómetrakeppninni má sjá hér

Verðlaunaafhending verður á morgun, föstudaginn, 31. maí kl. 12:10 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Við hvetjum þá sem voru í fyrstu 3 sætunum að mæta og taka við verðlaunaplatta.
Allir þátttakendur eru velkomnir að mæta og þiggja súpu í boði ÍSÍ.

Alls voru 341 virkir vinnustaðui sem skráðu 877 lið til leiks. Í kílómetrakeppnina.voru 273 virk lið skráð til leiks.

Þátttakendur Hjólað í vinnuna 2024 stóðu sig með mikilli prýði en samtals 4.511 þátttakendur skráðu sínar ferðir eða alls um 299.477km, sem samsvarar um 223 hringjum í kringum landið.


ÍSÍ þakkar samstarfsaðilum fyrir samstarfið og þátttakendum fyrir góða keppni.

Með hjólakveðju,
Starfsfólk Fræðslu- og almenningsíþróttasviðs ÍSÍ