Vinningshafar í leikjum Hjólað í vinnuna

26. maí 2021

Dregið hefur verið út í öllum leikjum Hjólað í vinnuna en ýmsir leikir voru í gangi á meðan átakinu stóð. Á hverjum degi var einn heppinn þátttakandi dreginn út í þættinum Morgunverkin á Rás 2 og fengu vinningshafar fram- og afturljós frá Erninum í vinning. Einnig var myndaleikur í gangi og voru tveir heppnir þátttakendur dregnir út auk þess sem besta myndin hefur nú verið valin. Vinningshafar í myndaleik fá glæsilegan hjálm frá Nutcase í vinning. 

Að lokum var dregið út í liðsstjóraleiknum í dag en 10 heppnir liðsstjórar fá glæsilega pumpu frá Erningum í vinning.

Allir vinningshafar geta haft samband á hjoladivinnuna@isi.is varðandi það hvernig best er að nálgast vinningana en alla vinningshafa má sjá hér á heimasíðu Hjólað í vinnuna.

Meðfylgjandi er myndin sem var valin besta myndin í myndaleik Hjólað í vinnuna 2021. Myndasmiðurinn er Sandra Kristinsdóttir sem birti þessa mynd á Instagram með #hjoladivinnuna.