Við erum komin á lokasprettinn

22. maí 2021

Við erum komin á lokasprettinn í Hjólað í vinnuna en síðasti keppnisdagur er þriðjudaginn 25. maí. Nú fer hver að verða síðastur að ná inn ferðum og skrá þær í kerfið. Hægt verður að skrá í kerfið þar til á hádegi 26. maí.

Endilega verið dugleg sjálf og hvetjið einnig samstarfsfélagana til að klára verkefnið með trompi, og munið að skrá í kerfið tímanlega!  Við bendum á að hægt er að fylgjast með stöðunni hér á heimasíðu Hjólað í vinnuna.