Rafhlaupahjól telja ekki með

28. apríl 2021

Allur virkur ferðamáti telur með í Hjólað í vinnuna. Hvort sem þú velur að hjóla, hlaupa, ganga, fara á línuskautum eða hjólabretti, þá telur það með. Fyrirspurnir hafa borist vegna rafhlaupahjóla og þó svo að sá ferðamáti sé hagkvæmur og umhverfisvænn kostur þá telur hann ekki með í þessu átaksverkefni. 

Markmiðið með Hjólað í vinnuna er m.a. að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum kosti og hvetja til meiri hreyfingar. Á rafhlaupahjóli þarf ekki að nota eigin orku til þess að koma sér áfram heldur dugir að standa á hjólinu sem fleytir manni áfram.