Skráning í Hjólað í vinnuna, kennitölur vinnustaða innan sveitarfélaga

02. maí 2019

Skráning í Hjólað í vinnuna 2019 er í fullum gangi. Af gefnu tilefni viljum við benda á að vinnustaðir innan sveitarfélaga geta ekki haft sömu kennitölu og sveitarfélagið (skólar, skrifstofur, leikskólar).

Til að vinnustaðurinn skráist sem sér vinnustaður og í réttan flokk, verður liðsstjóri að "lána sína kennitölu" annars skráist vinnustaðurinn ekki í sér flokk heldur sem lið með öðrum vinnustöðum undir kennitölu sveitarfélagsins. Við bendum á að kennitalan er aðeins notuð til þess að aðgreina vinnustaði og kemur bara fram hjá umsjónarmönnum verkefnisins.

 Ef vandræði koma upp við skráningu skulu þið ekki hika við að senda okkur fyrirspurn á hjoladivinnuna@isi.is eða hringja í síma 514-4000