Hjólað í háskólann 2018 á endasprettinum

12. apríl 2018

Hjólað í Háskólann er í góðum gír og er nú komið að endasprettinum á næstsíðasta degi keppninnar en henni lýkur á morgun föstudaginn 13.apríl. Rétt í þessu voru háskólakeppendur að ljúka við að hjóla 780 km vegalengd sem nemur rúmri hálfri hringferð í kringum landið.

Enn er hægt að skrá sig og bæta sér í hópinn tl að hjálpa sínu nemendafélagi og fá sér holla og hressandi hjólahreyfingu.

Veðurfarið hentar vel til hjólreiða með hálkulausa hjólastíga og því ætti að vera hægt að taka hraustlega á því á lokakaflanum. Keppninni lýkur á morgun kl.16:00 og frestur til að ljúka síðustu skráningu verður til kl.17:00 sama dag.