Hjólað í háskólann 2018 - skráning er hafin!

06. apríl 2018

Opnað var fyrir skráningu í Hjólað í háskólann 2018 á miðnætti í nótt og nú geta háskólanemar skráð sig til leiks fyrir keppnina sem hefst mánudaginn 9. apríl nk. og stendur til 13. apríl.

Hér er tengill á viðburðinn á Facebook.

Hjólaveður er með besta móti á stór-háskólasvæðinu og veðurspáin með besta móti fyrir keppnishald í næstu viku. Því er ekkert til fyrirstöðu að koma reiðfáknum í keppnisstand og hjóla af stað.

Nemendafélög í háskólanum sem þegar hafa boðað þátttöku sína eru forskráð inn í kerfið og geta háskólanemar í viðkomandi nemendafélagi skráð sig og sitt lið innan þeirra.

Ef að nemendafélag vantar á forskráða listann en ætlar sér að vera með í keppninni þá er hægt að skrá það inn sjálfur eða að hafa samband við okkur á hjoladivinnuna@isi.isog við kippum því í liðinn.