Hjólað í vinnuna 2018 fer fram dagana 2.-22. maí

29. janúar 2018

Líkt og síðustu ár þá fer Hjólað í vinnuna fram í byrjun maí-mánaðar og stendur yfir í 3 öflugar hjólavikur á vordögum. Þetta árið er Hjólað í vinnuna tímasett dagana 2. - 22. maí 2018 og keppendur geta því merkt við þá dagsetningu í dagatalinu núna. 

Við hvetjum einnig alla hjólagarpa og aðra sem ferðast vistvænt til vinnu um að skrá sig líka í Lífshlaupið 2018 sem hefst í þessari viku og stendur yfir til 20. febrúar. Þar er kjörið tækifæri til að koma sér í gang eða skrá sína hreyfingu í skemmtilegri hreyfikeppni.

Hægt er að skrá sig í Lífshlaupið 2018 hérna.