Vinningshafar & lokaskráningar

24. maí 2017

Við minnum alla þátttakendur og liðsstjóra á að lokafrestur til að ljúka skráningum er til kl.13:00 í dag

Nú hafa allir vinningshafar verið dregnir út í skráningar- og liðsstjóraleik Hjólað í vinnuna 2017. Reiðhjólaverslunin Örninn gefur vinningana og mun mæta með þá á verðlaunaafhendinguna á föstudaginn 26. maí kl. 12:10 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þeir vinningshafar sem ekki komast þangað til að sækja sína vinninga geta heimt þá á skrifstofu ÍSÍ að Engjavegi 6 og er hún opin frá 8:30 - 16:30 alla virka daga nema til kl.16:00 á föstudögum. Einnig er hægt að hafa samband við okkur í hjoladivinnuna@isi.is  ef þörf er á annarri útfærslu á afhendingu.

Vinningshafar í liðstjóraleiknum sem hljóta hraðamæla að gjöf eru eftirfarandi:

Vinningshafar í skráningarleiknum sem hljóta tösku og verkfærasett að gjöf eru eftirfarandi:

Síðast en ekki síst sá stálheppni þátttakandi sem var dreginn út í skráningarleiknum og hlýtur aðalvinninginn sem er Trek Dual Sport fjallahjól að verðmæti 100 þús. krónur er:

 

Við óskum öllum vinningshöfum kærlega til hamingju og þökkum Reiðhjólaversluninni Erninum fyrir gjafmildina og samstarfið.