Myndaveisla í myndaleik og lukkulegir vinningshafar

18. maí 2017

Nú hafa verið dregnir út 12 þátttakendur í skráningarleik Hjólað í vinnuna 2017 og hljóta þeir flotta reiðhjólatösku og verkfærasett frá Reiðhjólaversluninni Erninum. Þrír lukkulegir þátttakendur munu bætast í þann heppna hóp áður en keppni lýkur og enn er hægt að skrá sig til þátttöku. Til viðbótar við þetta munu 10 heppnir liðsstjórar vera dregnir út í keppnislok og fá þeir hraðamæla fyrir reiðhjól frá Erninum.

Hjólandi myndasmiðir hafa heldur betur tekið við sér og það fjölgar stöðugt í myndasafninu merkt #hjólaðívinnuna. Á morgun verður heppinn myndasmiðurinn dreginn út í myndaleik Hjólað í vinnuna og hlýtur hann flottan hjálm frá Nutcase á Íslandi. Allir myndrænir keppendur sem deila með okkur myndum á Facebook eða Instagram með #hjólaðívinnuna eiga vinningsmöguleika og verður dregið að nýju í næstu viku og að lokum verður besta myndin verðlaunuð sérstaklega.


Stærstu verðlaunin eru að sjálfsögðu dregin út á síðasta keppnisdegi þann 23.maí og þau eru ekki af verri endanum. Glæsilegt Trek Dual Sport götuhjól frá Reiðhjólaversluninni Erninum að verðmæti 100 þús.kr. er aðalverðlaunin. Það er því til mikils að vinna að skrá sig til þátttöku og hjóla af stað út í sumarið.

Hér að neðan má sjá þá vinningshafa í skráningarleik Hjólað í vinnuna það sem af er keppni.