Einstakir hjólreiðakappar & myndaleikur

09. maí 2017

Til þess að koma til móts við þá sem vinna sjálfstætt eða eru ekki í vinnu en mæta þó reglulega í skipulegt starf þá var stofnaður "vinnustaðurinn" Einstakir hjólreiðakappar en þangað geta allir stakir keppendur skráð sig. Einnig geta þeir sem eru á fámennari vinnustað en lágmarksviðmiðið 3 starfsmenn skráð sig í Einstaka hjólreiðakappa, valið eða stofnað starfstöð víðsvegar um landið og stofnað svo sitt eigið lið.

Dæmi um þetta er opið lið sem var stofnað á Ísafirði og heitir "Allir velkomnir!" Við vonum að þetta hjálpi sem flestum til að taka þátt. Við minnum líka á að ásamt hjólreiðunum þá telst allur virkur ferðamáti með í keppninni, þ.m.t. hlaup, ganga, línuskautar, hjólabretti og strætó.

Þá eru myndirnar teknar að flæða inn á #hjólaðívinnuna á Instagram og margar þeirra verða svo endurbirtar á Instagram-síðu Hjólað í vinnuna. Allir myndasmiðir sem einnig eru keppendur eiga möguleika á að vinna flotta hjálma frá Nutcase á Íslandi í myndaleiknum okkar og því rakið dæmi að deila með okkur sem flestum myndum.