Hjólað í vinnuna á fullri ferð í sólinni

05. maí 2017

Hjólað í vinnuna hefur fengið fljúgandi start og er á fullri ferð í sól og sumaryl um allt land. Um 5 þús. þátttakendur hafa skráð sig nú þegar og hafa þeir hjólað hátt í 65 þús. kílómetra á þremur keppnisdögum sem er vel að verki staðið. Hægt verður að skrá sig út keppnistímann eða til 23.maí og því eru allir hvattir til að slást í hjólahópinn sem fyrst því það er alls ekki of seint að bregða undir sig betra dekkinu og hjóla með okkur út í sólina.

Allir þátttakendur eiga möguleika á að vera dregnir út í skráningarleiknum okkar og allir liðsstjórar eru gjaldgengir í lukkupott í liðstjóraleiknum með veglega vinninga frá Erninum í verðlaun. Fjölmargir eru byrjaðir að deila myndum á Instagram og Facebook með #hjólaðívinnuna og eiga þeir möguleika á að vinna í myndaleiknum okkar sem er í boði Nutcase á Íslandi

Hvetjið því vinnufélagana til að skrá sig og skella sér út að hjóla í vinnuna!