Setningarhátíð Hjólað í vinnuna miðvikudaginn 3. maí kl. 8:30

Nú styttist í að Hjólað í vinnuna 2017 hefjist formlega og mun átakið rúlla af stað með setningarhátíð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal miðvikudaginn 3. maí kl. 8:30. Allir þátttakendur og áhugafólk um hjólreiðar eru hjartanlega velkomnir til að hjóla við, þiggja ljúffengt bakkelsi og hlusta á hressileg hvatningarávörp.
Á mælendaskrá eru m.a.:
- Hafsteinn Pálsson, formaður Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ
- Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra
- Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar
- Steinn Ármann Magnússon, hjólreiðamaður og leikari
Að ávörpum loknum munu gestir og þátttakendur hjóla átakið formlega stað. Við hvetjum sem flesta til að mæta í Laugardalinn og hefja keppnina með okkur.
Liðstjórum er bent á að hægt er að prenta út veggspjöld og skráningarblöð til að dreifa innanhús á vinnustöðum.
Við minnum á að á meðan átakinu stendur verður skráningarleikur í gangi þar sem allir þátttakendur eiga möguleika á að verða dregnir út í Popplandi á Rás 2 alla virka daga. Hjólreiðaverslunin Örninn gefur glæsilega vinninga og þann 23.maí verður dregið út glæsilegt reiðhjól að verðmæti 100.000 kr.
Þá verður í gangi myndaleikur á Instagram, Facebook og á heimasíðunni þar sem myndasmiðir sem merkja myndina með #hjoladivinnuna geta unnið flotta hjálma frá Nutcase á Íslandi.