Hjólað í Háskólann 2017 lokið

10. apríl 2017

Hjólað í Háskólann 2017 lauk sl. föstudagskvöld og liggja úrslitin í keppninni núna fyrir. Þar sem að keppnin er haldin í fyrsta sinn með notkun á skráningarkerfi Hjólað í vinnuna þá liggur ekki fyrir samanburðarhæf tölfræði á milli ára.

Þetta árið voru 74 virkir þátttakendur í Hjólað í Háskólann í 17 liðum á vegum 9 nemendafélaga. Lögðu þeir að baki samtals 2.583 km en það er rétt tæplega tveir hringir í kringum Ísland (1,93 hringir). Heildarfjöldi skráðra daga sem uppfylltu lágmarksviðmið voru 481 dagur og skiptist tegund ferðamáta þannig að 71,1% var hjólað, 17,6% strætó/gengið, 10,5% ganga og 0,8% hlaup.

Úrslitin eftir nemendafélögum má sjá hér og skipt eftir liðum hérna:

Nemendafélög

Eftir liðum

Almenningsíþróttasvið ÍSÍ þakkar keppendum fyrir þátttökuna og umhverfis- og byggingaverkfræðideild SHÍ fyrir samstarfið.