Hjólað í Háskólann 2017 á endasprettinum

06. apríl 2017Hjólað í Háskólann er í góðum gír og er nú komið að endasprettinum á næstsíðasta degi keppninnar. Rétt í þessu voru háskólakeppendur að ljúka við að hjóla vegalengd sem nemur einni hringferð í kringum landið. Miðað við veðurfar frá því að keppnin hófst sl. föstudag þá má vel gefa keppendum gott hrós fyrir að harka af sér í hjólamennskunni. Keppninni lýkur annað kvöld kl.18:00 og frestur til að ljúka síðustu skráningu verður til kl.19:00.