Upp er runninn lokadagur Hjólað í vinnuna 2016

24. maí 2016

Lokadagur Hjólað í vinnuna er runninn upp. Nú er um að gera að minna alla í kringum sig á að skrá ferðir sínar. Hægt er að skrá ferðir inn til kl. 13:00 á morgun 25. maí. Hámarksfjöldi daga sem hægt er að skrá ferðir á eru 13 dagar.  Úrslit verða birt á morgun eftir kl. 15:00. Verðlaunaafhending fer fram á föstudaginn 27. maí kl. 12:10 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík (ATH! breytt staðsetning frá fyrri árum).    

Allir eru velkomnir á verðlaunaafhendinguna. Þar verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Einnig sem 10 liðstjórar verða verðlaunaðir fyrir sitt framlag og hjólið sem Örninn gaf í skráningarleiknum verður afhent.