Staðfest úrslit og verðlaunaafhending á morgun

27. maí 2015

Nú er Hjólað í vinnuna 2015 lokið og úrslit orðin ljós. 

Hægt er að sjá stöðu efstu liða með því að smella hér eða smella á "Úrslit" hér fyrir ofan og velja „Úrslit 2015“. Verðlaun eru veitt fyrir þrjá efstu vinnustaðina í öllum flokkum fyrir hlutfall daga. Í kílómetrakeppninni er þremur efstu liðunum veitt verðlaun fyrir annars vegar heildarfjölda kílómetra og hins vegar hlutfall kílómetra m.v. fjölda liðsmanna í liðinu.

   

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna verður haldin í veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins á morgun fimmtudaginn 29. maí klukkan 12:10 – 13:00. Allir eru boðnir velkomnir og vonumst við til að sjá ykkur sem flest.

 

Vinsamlegast skráið ykkar vinnustað og fjölda sem mætir á netfangið hjoladivinnuna@isi.is

 

ÍSÍ þakkar ykkur fyrir þátttökuna í ár og vonum að þið hafið haft gaman af og haldið áfram að hjóla inn í sumarið. Það hlýtur að fara að láta sjá sig mjög fljótlega. 

ÍSÍ býður ykkur velkomin í Laugardalinn 1. - 6. júní en þá fara fram Smáþjóðaleikar þar sem að níu þjóðir taka þátt og er keppt í 11 keppnisgreinum. Hægt er að kynna sér dagskrá leikana hér.