Kaffitjald á Akureyri í dag

21. maí 2015

Mikil stemming hefur verið síðustu daga í kaffitjöldunum. Alls hafa verið fjögur kaffitjöld í Reykjavík og eitt í Hafnarfirði. Síðasta kaffitjaldið verður í dag fimmtudaginn 21. maí  á Akureyri frá kl. 15:30-17:30. 

Staðseting tjaldsins verður við gatnamót Glerártorgs gengt Olís. Hjólreiðafélag Akureyrar verður á staðnum og mun yfirfara hjólin. Rjúkandi heitt kaffi frá Kaffitár verður í boði og svalandi Kristall frá Ölgerðinni.

Við hvetjum alla til þess að hjóla við.

Endilega takið myndir og deilið þeim með okkur á Instagram með #hjoladivinnuna eða á facebook síðu verkefnisins.