Instagram - og skráningarleikur

27. maí 2014Á föstudaginn var dregið í Instagram - leiknum. Var það Anna Karen Jörgensdóttir hjá Janúar sem vann snertilaust kreditkort með 25.000 kr. inneign frá Valitor. Við drögum síðasta vinningshafann á morgun. Taktu mynd á Instagram og merktu hana með #hjoladivinnuna og átt möguleika á að vinna þér inn snertilaust kreditkort með 25.000 kr. inneign frá Valitor.

Í dag var dregið í síðasta sinn í skráningarleiknum og var dregið út glæsilegt TREK GF Wahoo 29" fjallahjól frá Hjólreiðaversluninni Erninum. Vinningshafinn er Sturla Ragnarsson hjá Nova í liðinu Auðunn & Ofurkropparnir. Til hamingju! Hjólið verður afhent á lokahátíð Hjólað í vinnuna í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum miðvikudaginn 4. júní kl.12:10.