Liðsstjóraleikur Hjólað í vinnuna

26. maí 2014

Föstudaginn 23. maí voru dregnir út 10 liðsstjórar í liðsstjóraleik Hjólað í vinnuna. Þeir liðsstjórar sem voru dregnir út hljóta í verðlaun hraðamæla frá Reiðhjólaversluninni Erninum. Liðstjórar eru hvattir til að mæta á  verðlaunaafhendinguna í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 4. júní kl.12:10 og veita verðlaununum viðtöku.  Búið er að birta nöfn þeirra 10 sem voru dregnir út hér. Við óskum liðstjórunum innilega til hamingju og þökkum þeim kærlega fyrir þeirra framlag í verkefninu.