Glæsilegt hjól í vinning

20. maí 2014Það styttist í að við drögum út einn heppinn þátttakanda í Hjólað í vinnuna sem fær glæsilegt hjól frá Hjólreiðaversluninni Erninum. Ert þú ekki örugglega búinn að skrá þig til leiks? 

Skráningarleikur ÍSÍ og Rásar 2

Allir þeir sem skrá sig til leiks í Hjólað í vinnuna eiga möguleika á að vera dregnir út. Dregið er úr skráðum einstaklingum alla virka daga í Popplandi á Rás 2. Glæsileg hjólataska með pumpu og verkfærasetti að verðmæti kr.9.990,- frá hjólreiðaversluninni Erninum

Þann 27. maí er síðan dregið út glæsilegt reiðhjól frá hjólreiðaversluninni Erninum að verðmæti 100.000 kr.

Skráðu þig til leiks og vertu með í pottinum. Nöfn þeirra sem hafa verið dregnir út má finna hér.