Notum bjölluna!

14. maí 2014Mega hjólreiðamenn hjóla á gangstéttum?

Samkvæmt umferðarlögum er heimilt að hjóla á gangstétt og gangstíg, enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Hjólreiðamaður á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum. Þegar nauðsynlegt er að koma í veg fyrir hættu skal hjólreiðamaður gefa hljóðmerki, nota bjölluna. Sums staðar er notkun reiðhjóla bönnuð á gangstéttum og er þá vakin athygli á því með viðeigandi skiltum.

Með því að smella hér má sjá þrjár myndir sem Samgöngustofa hefur látið gera um öryggi hjólreiðamanna út frá sjónarhóli ökumanns, gangandi vegfaranda og hjólandi vegfaranda.