Glæsilegir vinningar í boði

05. maí 2014

Allir sem skrá sig til leiks í Hjólað í vinnuna eiga möguleika á að vera dregnir út í skráningarleik ÍSÍ og Rásar 2. Dregið er úr skráðum einstaklingum alla virka daga í Popplandi á Rás 2. Glæsilegir vinningar eru í boði frá Erninum.

Þann 27. maí verður síðan dregið út glæsilegt reiðhjól frá Erninum að verðmæti 100.000 kr.

Skráðu þig til leiks og vertu með í pottinum. 

Nánari upplýsingar um þá leiki sem eru í gangi á meðan að Hjólað í vinnuna stendur yfir er að finna hér fyrir ofan undir "Viðburðir" "Leikir".