Meistaraverkefni um aukningu hjólreiða yfir vetrartímann

02. júlí 2013

Hrönn Karólína Scheving Hallgrímsdóttir, marstersnemi í umferðarskipulagi/umferðarverkfræði við Danmarks Tekniske Universitet er að vinna að mastersverkefni sem fjallar um að auka hjólreiðar yfir vetrartímann með aðstoð tækninnar. Hugmyndin er að koma skynjurum fyrir á upphituðum hjólastígum þar sem skynjararnir skynja ástand stíganna á rauntíma. Þessum upplýsingum væri svo hægt að koma yfir á netvænt form (app í síma) sem hjólreiðamenn geta nálgast og fengið upplýsingar um stígana beint í símann. Eftirfarandi könnun er hluti af verkefninu og hvetjum við alla sem búa í Reykjavík til að gefa sér 5 mínútur og svara könnuninni. ATH. EINUNGIS ÍBÚAR Í REYKJAVÍK GETA SVARAÐ KÖNNUNINNI.Hægt er að nálgast könnunina hér.