Liðsstjóraleikur

27. maí 2013

Hjólað í vinnuna og Reiðhjólaverslunin Örninn veita tíu liðsstjórum verðlaun fyrir frábæra frammistöðu við að hvetja liðsmenn sína áfram í Hjólað i vinnuna. Tíu liðsstjórar voru dregnir út föstudaginn 24. maí og fá að gjöf fullkomna hraðamæla á hjólið sitt frá Reiðhjólaversluninni Erninum.

Þeir liðsstjórar sem voru dregnir út eru:

Ágústa Oddsdóttir, Einar G. Pálsson, Grétar Hannesson, Guðbjartur Guðbjartsson, Guðbjörg Matthíasdóttir, Guðlaug Ásgeirsdóttir, Höskuldur Björnsson, Kristjana Sigmundsdóttir, Íris Von og Snorri Fannar Guðlaugsson.

Um leið og við óskum þessum liðsstjórum til hamingju með hraðamælana þökkum við öllum liðsstjórum fyrir þeirra framlag.