Takk fyrir komuna í kaffitjöldin!

24. maí 2013

Kaffidjöldin voru 22. maí frá 6:45 – 9:00 á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þátttakendum var boðið að hjóla við og þiggja ljúffengt kaffi frá Kaffitár og Egils Kristal frá Ölgerðinni. Reiðhjólaversluninn Örninn bauð upp á minniháttar lagfæringar á hjólum og aðilar frá Landssamtökum hjólreiðamanna, Íslenska Fjallahjólaklúbbnum, Hjólafærni og Hjólreiðafélaginu Bjarti voru á staðnum, aðstoðuðu við viðgerðir og kynntu sína starfssemi.

Um 800 manns hjóluðu við og gæddu sér á kaffi og Kristal á meðan að hjólin voru yfirfarin. Þrátt fyrir kuldann og smá rok lék veðrið við gesti, bjartviðri og sól.

Kaffitjöld Hjólað í vinnuna voru opin aftur frá 16 – 18 þennan dag á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, við Fjarðargötu í Hafnarfirði, á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar og við Klambratún. Boðið var uppá kaffi frá Kaffitár í Hafnarfirði og á Suðurlandsbraut og í öllum tjöldunum var Egils Kristall frá Ölgerðinni og aðilar frá hinum ýmsu hjólreiðafélögum með olíu á keðjuna og loft í dekkin.

Einnig var kaffitjald við Menningarhúsið Hof á Akureyri frá 16:30 – 18:00.

Við þökkum öll þeim sem litu við í kaffitjöldin kærlega fyrir komuna. Einnig þökkum við þeim sem stóðu vaktina kærlega fyrir aðstoðina.