Kaffitjöld á höfuðborgarsvæðinu á morgun

21. maí 2013

Þátttakendum Hjólað í vinnuna er boðið að hjóla við í kaffitjöldum Hjólað í vinnuna á morgun,  miðvikudaginn 22. maí á 5 stöðum á höfuðborgarsvæðinu frá 6:45 – 9:00. Kaffitár býður upp á kaffi og Ölgerðin upp á Egisl Kristal. Aðilar frá Íslenska Fjallahjólaklúbbnum, LHM og öðrum hjólreiðasamtökum verða á staðnum og kynna sína starfsemi. Viðgerðamenn frá Reiðhjólaversluninni Erninum bjóða upp á minniháttar lagfæringar á hjólum.

Kaffitjöldin verða á eftirfarandi stöðum:

Í Reykjavík:

  • Á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar, Laugardals megin
  • Við brúna yfir Kringlumýrarbraut, Nauthólsvíkur megin
  • Við Miklubrautina hjá gangbrautarljósunum við Klampratún

Í Kópavogi:

  • Á Kópavogstúni, fyrir framan undirgöngin við Fífuhvamm

Í Hafnarfirði

  • Við Fjarðargötu, á móti verslunarmiðstöðinni Firðinum

Stefnt er að því að hafa kaffitjöldin opin aftur frá 16 – 18 þennan sama dag.