Fræðslufundur í Reykjavík

16. maí 2013

Í samvinnu við Hjólað í vinnuna kemur fulltrúi frá Hjólafærni á Íslandi og dásamar hjólreiðar frá A - Ö fyrir íbúum höfuðborgarsvæðisins í dag, fimmtudaginn 16. maí frá kl. 17.00 – 18:00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, 3. Hæð, E-sal. Farið verður yfir samgönguhjólreiðar, öryggi í umferðinni og margt fleira.  Að fyrirlestri loknum verður farið yfir viðhalda á hjólum.Allir velkomnir, þátttaka ókeypis og heitt á könnunni. Við hvetjum alla til að mæta og hlusta á þennan skemmtilega fyrirlestur og fræðast um hjólið og öryggi hjólreiðamannsins í umferðinni.