Nýr bæklingur um samgönguhjólreiðar
15. maí 2013
Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) og Íslenski Fjallahjólaklúbburinn (ÍFHK) gáfu nýverið út bækling um samgönguhjólreiðar.Í bæklingnum má ennfremur finna ýmsan fróðleik um margt sem við kemur hjólreiðum eins og ábendingar til bílstjóra, hvað þarf að skoða reglulega á hjólinu, samnýting stíga og margt fleira. Þeir sem hafa áhuga á að nálgast bæklinginn geta haft samband við LHM, ÍFHK eða sent póst á kristin@isi.is og fengið hann sendan gegn greiðslu á póstburðargjaldi.
Einnig má nálgast almennar upplýsingar um hjólreiðar á vefnum hjolreidar.is undir „Samgönguhjólreiðar“ og um „Um hjólreiðar.is“.