Heiðmörk 6

14. maí 2013Þann 19. maí næstkomandi verður 6klst úthaldskeppni á fjallahjólum í Heiðmörk, keppnin er bæði haldin sem einstaklings og liðakeppni en meiri hluti þátttakanda kemur til með að taka þátt í liðakeppninni þar sem það ætti að vera á færi allra að taka þátt.
 
Tilvalið fyrir fyrirtæki að senda lið í þessa keppni og etja kappi við önnur fyrirtæki eins og t.d. samkeppnisaðila, sem dæmi má nefna að í kringum keppnina hjólað í vinnuna myndast of stórskemmtileg stemning inná vinnustöðum í kringum svona viðburði.

Ekki láta þitt fyrirtæki vanta! Sjáumst hress 19. maí.

Skráning í mótið fer fram á Hjólamót.is