Skráning að hefjast í Hjólað í Háskólann 2017

22. mars 2017

Á miðnætti 23.mars hefst skráning keppenda í Hjólað í Háskólann 2017. Þau nemendafélög sem hafa nú þegar boðað þátttöku sína eru forskráð inn í kerfið og geta háskólanemar í viðkomandi nemendafélagi skráð sig og sitt lið innan þeirra.

Ef að nemendafélag vantar á forskráða listann en ætlar sér að vera með í keppninni þá er hægt að skrá það inn sjálfur eða að hafa samband við okkur á hjoladivinnuna@isi.is og við kippum því í liðinn.

Keppnin hefst svo þann 31.mars og stendur til 7.apríl nk. Hér má sjá viðburðinn á Facebook-síðu Háskóla Íslands og þá verða samfélagsmiðlar Hjólað í vinnuna nýttir undir Hjólað í Háskólann, bæði Instagram og Facebook.